news

Föstudagsfréttir

23. 10. 2020

Góðan daginn

Mikið hefur verið bardúsað þessa vikuna. Nú hafa allir hópar fengið að fara í könnunarleik og greinilegt að þetta höfðar vel til allra. Við héldum áfram að vinna með laufblöðin sem við tókum með okkur heim úr vettvangsferðinni og er af reksturinn til sýnis á ganginum fyrir framan fataklefann. Og vonandi getum við einnig hengt upp skráningu af ferlinu sem fyrst.

Í samverustundum leggjum við mikla áherslu á sönginn áfram og erum farinn að æfa okkur að hlusta saman á sögu. Því ætlum við að byrja kynnast Bínu í næstu viku. En hún er ferlega skemmtileg stelpa sem þarfa að læra að sitja, passa hendur, bíða, hlusta og skiptast á. Hún ætla svo að hjálpa okkur öllum að læra að temja okkur þessa góðu siði. Í kjölfarið ætlum við að byrja að vinna með orðaspjall en það er árangursrík aðferð þar sem markmiðið er að auka orðaforða og hlustunarskilning barna með bóklestri.

Við erum ótrúlega stoltir kennarar að fá að verja deginum með þessum flottu einstaklingum og þökkum ykkur fyrir að treysta okkur fyrir því dýrmætasta sem þið eigið.

Það verður svo sami hátturinn á og síðasta föstudag og gera allt tilbúið í fataklefanum.

Njótið helgarinnar

Kær kveðja kennarar á Laut

© 2016 - 2020 Karellen