news

Föstudagsfréttir á fimmtudeigi!!

08. 10. 2020

Stór áfangi átti sér stað hjá ungu leikskólafólki í þessari viku en við fórum í okkar fyrstu vettvangsferð á mánudag og þriðjudag. Skemmtileg skráning hangir fram í fataklefa og mun fá að prýða klefann fram eftir næstu viku. Myndirnar hafa fangað athygli barnanna og eru þau að skoða myndirnar og spá og spekúlera.

Þar er einnig að finna hvernig þeim er skipt í hópa en eins og kom fram í síðustu föstudagsfréttum þá verðum við ekki með fasta hópa heldur munu kennarar færast á milli hópa eftir því hvert viðfangsefnið er hverju sinni. Einnig munum við stokka upp ef hóparnir fara saman t.d. fara hópur 1 og 2 ekki alltaf saman.

Breytingar á aðgengi foreldra inn í leikskólann komu með stuttum fyrirvara en eiga allir foreldrar hrós skilið fyrir að aðlagast fljótt nýjum reglum.

Höfum fengið nokkrar fyrirspurnir og ætla ég því að setja þetta hér inn fyrir þá sem eru búnir að tapa miðanum. Upplýsingar um bleyju-sjóð, hann er 2000 kr. á mánuði kt. 691013-1890 banki 0142-05-010191.

Að lokum viljum við minn á að það er skipulagsdagur á morgun og leikskólinn því lokaður. En við hittumst hress og kát í næstu viku ;0)

Kær kveðja kennarar á Laut.


© 2016 - 2020 Karellen