news

Fréttir af Laut

06. 12. 2019

Sælir kæru foreldrar. Jólaundirbúningurinn er í fullum gangi. Börnin eru að ná góðum tökum á jólalögunum sem við erum að æfa. Smákökubakstur var í vikunni, ætlunin er að bera þær fram þriðjudaginn næsta, þann 10.des með foreldrakaffinu. Hefst það klukkan 8.15 og er húsið opið til 9.30. Foreldrar geta mætt og eytt notalegri stund með börnunum sínum hvenær sem er á þessu tíma. Jólaleikritið Jólin hennar Jóru með Stopp leikhópnum var sýnt í salnum og börnin ykkar stöðu sig með stakri prýði, virtust skemmta sér mjög vel. Snjórinn er kominn og frostið með, því er gott að huga að hlýjum klæðnaði.

Hafið það sem allra best um helgina,

Kennarar á Laut

© 2016 - 2020 Karellen