news

Fréttir frá Laut

13. 12. 2019

Kæru foreldrar. Við þökkum innilega fyrir komuna í foreldrakaffið, við vorum virkilega sáttar við mætinguna miðað við veðrið sem var spáð. Nú ættu líka flestir að vera komnir með jólagjafirnar frá börnunum sínum í hendurnar. Veðrið hefur aðeins sett strikið í útiveruna hjá okkur þessa vikuna og við höfum að mestu unað okkur inni.

Hengdur hefur verið upp miði í fataklefa þar sem við könnum líklega mætingu barna milli jóla og nýárs. Skráningin er ekki bindandi heldur er til viðmiðunar vegna matarinnkaupa. Lára fer svo að fara frá okkur innan skamms og þá tekur Þórhildur við deildarstjórn. Verið alveg óhrædd við að leita til hennar með hvað sem er í síma, skilaboðum eða tölvupósti. Netfangið er thorhildur.s.thormundsdottir@leikskolinnholt.is

Kærar kveðjur og nótið helgarinnar.

Kennarar á Laut

© 2016 - 2020 Karellen