news

Lautarfréttir

14. 11. 2019

Sæl öll,

Við á Lautinni erum að skríða uppúr veikindahrinu. Kuldinn og myrkrið fór eitthvað öfugt ofaní okkur þar sem börnin hafa gripið hverja pestina af fætur annarri. Núna er þetta vonandi að koma og nær full mæting á deildinni, sem er mjög ánægjulegt.

Í morgun voru börnin á Laut með atriði í söngstund. Þetta var gert í tilefni af degi Íslenskrar tungu. Börnin sungu lagið um Dropana, sem þau kunna orðið mjög vel, og einnig tóku þau Tombaii sem er í miklu uppáhaldi. Þau voru mjög stolt og við svo sannarlega líka.

Í samveru skoðuðum við uppstoppaða skjaldböku sem hefur hlotið nafnið Sigga innan leikskólans. Samhliða því skoðuðum við myndbönd af skjöldbökum sem skríða mjög hægt í sandinum en synda hratt í sjónum. Einnig hefur Blær, stóri vináttubangsinn, litið inn hjá okkur og krökkunum finnst mikið fjör í lögunum sem fylgja því verkefni.

Á næstu dögum/vikum ætlum við aðeins að skoða gula litinn og hvaða hlutir eru gulir. Leirinn inni á deild hjá okkur er gulur og fleira í þeim dúr. Þetta verður nokkurskonar þema hjá okkur að taka fyrir litina og æfa okkur í að þekkja þá í sundur og nöfnin á þeim.


Með bestu kveðju

Allir á Laut

© 2016 - 2020 Karellen