vikan 22-26 okt

24. 10. 2018

Hóparnir eru komnir nú á fullt og er vinnan með græna köttinn hafður að leiðarljósi. Starfið hefur gengið mjög vel. Þessa dagana höfum við verið að vinna með græna litinn, útlit og líkamann. Skemmtilegar umræður hafa komið upp eins og til dæmis hvort við höfum skott eins og græni kötturinn og voru börnin í einum hópnum sannfærð um að þau væru öll með skott.

Allir hópar hafa verið að fara í könnunarleikinn og gaman er að fylgjast með börnunum rannsaka, kanna og uppgötva eiginleika hluta og finna lausnir.

Hópurinn í e Twinning verkefninu hefur einnig verið að hittast, viðfangsefnið hjá þeim er tré og gróður.

Þann 27. október er alþjóðlegi bangsadagur og ætlum við að halda uppá hann föstudaginn með því að hafa bangsa, dóta og náttfatadag. Þá geta börnin mætt í náttfötunum sínum og komið með bangsa eða dót.

Kveðja kennarar á Laut


© 2016 - 2019 Karellen