news

Bolludagur - Sprengidagur og Öskudagur

10. 02. 2021

Kæru foreldrar/forráðamenn

Bolludagur er næstkomandi mánudag 15. febrúar og þá verða allskyns bollur á boðstólum, hollar og matarmiklar í hádeginu og sætar og saðsamar í kaffitíma.

Sprengidagur er þriðjudag 16. febrúar og þá borðum við saltkjöt og baunasúpu eins og hver getur í sig látið.

Öskudagur er miðvikudag 17. febrúar. Bö rnunum er velkomið að koma í öskudagsbúningum, furðufötum og eða náttfötum eða bara eins og þeim sjálfum hentar - slegið verður upp öskudagsballi þar sem við ætlum að slá „köttinn“ úr tunnunni og dagurinn verður undirlagður af gleðskap og fjöri. Laut og Lundur verða í sal klukkan 09:30 og Kot og Hlíð verða í sal klukkan 10:00.

Vinsamlegast athugið að það verður útivera eftir hádegi.

Hugmyndir á farsóttartímum

Almannavarnir í samvinnu við Embætti landlæknis og Heimili og skóla hafa tekið saman leiðbeiningar varðandi öskudaginn sem allir viðeigandi aðilar eru vinsamlega beðnir um að taka til sín og taka virkan þátt í því verkefni að halda góðan og gleðilegan en öðruvísi Öskudag á farsóttartímum.

https://www.covid.is/flokkar/odruvisi-oskudagur

Gerum okkur dagamun í nærumhverfinu

Höldum upp á daginn á heimavelli, í skólanum, frístundaheimilinu eða félagsmiðstöðinni

Mætum í búningum

Brjótum upp á hversdagsleikann með því að mæta öll í búningum. Ungir sem aldnir.

Bestu kveðjur

Starfsfólk Holts

© 2016 - 2021 Karellen