news

Creative children in a digital world

26. 07. 2019

Í leikskólanum Holti var unnið að skemmtilegu þróunarverkefni síðasta vetur þar sem við vorum að vinna að því að bæta umhverfið okkar sem þriðja kennarann og rýna í tæknivinnu með ungum börnum. Hér neðar má sjá lítið myndband frá þessari vinnu sem gaman er að skoða.

https://l.facebook.com/l.php?u=https://youtu...

Í leikskólum Reggio Emilia er það viðhorf ríkjandi að börn hafi ,,100" mál. Þegar talað eru um 100 mál er verið að vísa í allar þær ólíku aðferðir sem börn nota til þess að tákna, miðla og tjá hugsun. Börn þurfa að fá tækifæri í daglegu starfi til að nýta öll þessi mál og samþætta. Litið er á umhverfið sem þriðja kennarann. Vel skipulagt umhverfi býður upp á margs konar námstækifæri þar sem víxlverkun á sér stað milli umhverfis og þeirra sem þar dvelja. Með tilkomu sérgreinadeildarinnar á Holti er markvisst verið að nýta umhverfið sem þriðja kennarann til að skapa forsendur til að samþætta hin 100 mál. Í leikskólanum er starfandi sérgreinateymi sem fundar reglulega til að ákveða hvernig nýta megi umhverfið á ögrandi hátt. Þar hefur verið sett upp listasmiðja, vísindasmiðja, kubbasmiðja og sögusmiðja. Í listasmiðju og vísindasmiðju er efnisveita sem börnin hafa greiðan aðgang að. Þar gefst börnum tækifæri til að móta umhverfi sitt. Þar er meðal annars að finna ljósaborð, tölvu með tjaldi, handbrúður, búninga, hljóðfæri o.fl. rýmið býður upp á leik með tónlist, dans, stafrænni tækni, liti, ljós og skugga. Í kubbasmiðju er rými fyrir börn til að skapa, hanna og leika með kubba í mismunandi formum og gerðum. Kennarar leggja mikla áherslu á að móta hvetjandi umhverfi til að ýta undir sköpun og leik barna.

© 2016 - 2019 Karellen