Kæru foreldrar/forráðamenn
Að tillögu menntamálaráðherra ákvað ríkisstjórn Íslands, haustið 1995, að 16. nóvember ár hvert, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, yrði dagur íslenskrar tungu. Í framhaldi af því hefur menntamála- og menningarmálaráðuneytið árlega beitt sér fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls og helgað þennan dag rækt við það. Með því móti beinist athygli þjóðarinnar að stöðu tungunnar, gildi hennar fyrir þjóðarvitund og alla menningu.
https://www.stjornarradid.is/verkefni/menningarmal/islensk-tunga/dagur-islenskrar-tungu/
Við hér á Holti höldum daginn hátíðlegan með því að börnin syngja saman, hver á sinni deild nokkur lög, þar á meðal
Á íslensku má alltaf finna svar eftir Þórarinn Eldjárn.
Á íslensku má alltaf finna svar
og orða stórt og smátt sem er og var,
og hún á orð sem geyma gleði´ og sorg,
um gamalt líf og nýtt í sveit og borg.
Á vörum okkar verður tungan þjál,
þar vex og grær og dafnar okkar mál.
Að gæta hennar gildir hér og nú,
það gerir enginn - nema ég og þú.
Bestu kveðjur
Starfsfólks Holts