news

Dagur leikskólans

28. 01. 2019

Miðvikudaginn 6. febrúar verður dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins. 6. febrúar er merkisdagur í íslenskri leikskólasögu því þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Dagurinn er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla.

Í tilefni af degi leikskólans ætlum við að vera með opna viku í leikskólanum Holti. Vikuna 4-8.febrúar bjóðum við foreldrum að koma og taka þátt í leikskólastarfinu. Foreldrar geta valið sér ákveðinn tíma á deild barnsins síns sjá nánar á deildum. Við hugsum þessa viku sem kynningu á starfinu okkar og foreldrar hafi möguleika á að taka þátt og gleðjast með okkur. Hlökkum til að sjá sem flesta.

Við munum fara í ljósagöngu frá leikskólanum Holti að Akurskóla og syngja saman nokkur lög fyrir grunnskólanemendur. Tilgangur ljóssins er að varpa ljósi á leikskólabarnið, starf leikskólakennarans og mikilvægi leikskólans í samfélginu. Gengið verður frá Holti kl.8:15 miðvikudaginn 6.febrúar. Foreldrar eru velkomnir með í gönguna.

© 2016 - 2019 Karellen