news

Dagur leikskólans

06. 02. 2019

Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur 6.febrúar í leikskólum landsins. 6.febrúar er merkisdagur í íslenskri leikskólasögu því þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.

Af þessu tilefni fórum við í ljósagöngu frá leikskólanum Holti að Akurskóla og sungum fyrir grunnskólanemendur. Tilgangur ljóssins er að varpa ljósi á leikskólabarnið, starf leikskólakennarans og mikilvægi leikskólans í samfélaginu.

Við bjóðum góðan dag alla daga.

© 2016 - 2019 Karellen