news

Dagur leikskólans 6. febrúar 2020

05. 02. 2020

Fimmtudaginn 6. febrúar nk. verður Dagur leikskólans haldinn í 13. sinn. Sjötti febrúar er merkilegur dagur í sögu leikskólans því það var á þessum degi árið 1950 sem frumkvöðlar leikskólakennara stofnuðu fyrstu samtök sín, eða fyrir sléttum 70 árum.

Markmiðið með deginum er að vekja athygli á þýðingu leikskóla fyrir börn og skapa jákvæða ímynd leikskólakennslu. Deginum er einnig ætlað að vekja athygli á stöðu leikskólans, gildi hans fyrir þjóðarauð og alla menningu.

Að því tilefni verður ljósaganga og hefst ljósagangan klukkan 08:45 frá Holti og göngum uppí Akurskóla og syngjum nokkur lög fyrir utan skólann. Tilgangur ljóssins er að varpa ljósi á leikskólabarnið, starf leikskólakennarans og mikilvægi leikskólans í samfélaginu.

Börnin mega mæta með vasaljós eða annan ljósgjafa. Gott er að börnin séu mætt tímalega svo þau missi ekki af ljósagöngunni. Foreldrar eru velkomnir með í gönguna.


Til hamingu með daginn :)

© 2016 - 2020 Karellen