news

Erasmus verkefni á enda

16. 04. 2019

Veturinn 2018-19 fengum við góðan styrk til að vinna að þróunarverkefni á Holti sem snýr að námi og þjálfun kennara skólans. Verkefnið nefnist "Creative children in a digital world". Í þessu verkefni höfum við lagt áherslu á að kennarar skólans fengju endurmenntun í starfi í anda Reggio Emilia. Hluti hópsins fór á námskeið á Italíu í Reggio Emilia í tveimur hópum og var seinni hópurinn að ljúka sínu námskeiði þar. Einnig sendum við hópa í leikskóla í Bretlandi og Svíþjóð þar sem þær fengu að vera áhorfendur og taka þátt í starfinu í eina viku í senn. Þessi námskeið hafa verið mikil innspýting í starfið okkar sem vonandi skilar sér í betra skólastarfi börnunum okkar til heilla. Nánar er hægt að kynna sér verkefnið á þessum link https://creativechildreninadigitalworld.wordpress.com/?ref=spelling

© 2016 - 2020 Karellen