Erlendir gestir

21. 02. 2019

Síðustu vikuna voru erelndir gestakennarar hjá okkur á Holti. Þetta voru tveir kennarar frá Bretlandi og einn kennari frá Danmörku. Skólarnir sem þær starfa í eru að vinna Erasmus+ verkefni eins og við. Þær tóku þátt í deildarvinnunni og horfðu á vinnubrögð okkar kennarana síðan áttum við gott spjall með þeim um faglegt starf. Svona heimsóknir eru frábærar fyrir starfið og kennarann sem fagmann. Börnin nutu sín líka vel í spjalli bæði á sínu máli og svo reyndu sumir við enskuna.

© 2016 - 2019 Karellen