Fræðsla fyrir foreldra

05. 11. 2018

Þetta er bangsinn Blær. Vissir þú að öll börn á leikskólanum Holti eiga einn Blæ? Blær var gjöf frá foreldrafélaginu og er notaður til þess að fræða börnin okkar um jákvæð samskipti og sporna við einelti.

Blær er hluti af Vináttuverkefni Barnaheilla sem felst í því að fyrirbyggja einelti.

Foreldrafélagið býður öllum foreldrum á kynningu á verkefninu mánudaginn 5. nóvember kl 20:00 í Dalakofa.

© 2016 - 2019 Karellen