news

Góða helgi

17. 01. 2020

Kæru foreldrar/forráðamenn

Takk fyrir liðnar vikur á nýju ári sem eru ótrúlega fljótar að líða. Veðrið hefur svo sannarlega sett mark sitt á starfið okkar en börnin hafa þau nýtt útiveruna nokkuð vel þrátt fyrir allt.

Við byrjuðum árið að vinna með e-Twinning verkefnið okkar "Undir sólinni (Under the sun)" sem er samvinnuverkefni við Madeley Nursery School í Bretlandi. Við erum að vinna með hluti og merkingu þeirra og vegna tengingar okkar við Hafið var ákveðið að senda þeim hluti sem tengdust því. Börnin hafa fengið að gjöf og fundið í fjörunni fullt af netahringjum og við ákváðum að senda nokkur stykki af þeim. Börnin í Bretlandi munu svo skoða þá og giska á hvað þeir eru og til hvers þeir eru notaðir. Á móti senda þau okkur hluti sem við rannsökum og könnum notagildi. Skemmtilegt verkefni og börnin eru mjög áhugasöm. Búið er að pakka inn hlutunum okkar og í dag var farin hópferð með Strætó á Pósthúsið til að senda pakkann.

Við erm einnig byrjuð í hópastarfi með Hafið og gaman er að fylgjast með hvað börnin eru að spá og spegúlera. Hin árlega Listahátíð barna verður haldin í maí að vanda og nú verður unnið með Þjóðsögur, þá jafnvel sem gerast hér á Suðurnesjum. Allir leikskólar bæjarins taka þátt og velja sér eina sögu til að vinna með og gera listaverk. Hér á Holti munu aðallega Hlíð og Kot vinna að því verkefni og börnin hafa valið söguna um Marbendilinn sem sagt er að sé bæði maður og sjávardýr!!!!

Kjartan bæjarstjóri ásamt föruneyti kíkti í heimsókn í gær fimmtudag og ræddi bæði við börn og starfsfólk. Börnin höfðu mjög gaman af og tóku vel á móti honum. Kom fram að Kjartan ætti sama nafn og Kjartan galdrakarl í Strumpunum og fannst þeim það mjög spennandi og skemmtilegt :)

Framundan eru skemmtilegir dagar, Þorrinn byrjar 24. janúar á Bóndadegi en þann 30. janúar ætlum við að vera með þorrasmakk fyrir börnin og skemmtun í salnum þar sem Þorri kóngur mætir með galdrastafinn sinn. Þann 6. febrúar er Dagur leikskólans og þá ætlum við að vanda að fara í Ljósagöngu upp í Akurskóla og gera okkur glaðan dag. Nánari upplýsingar koma síðar. Við ætlum að halda áfram að fara í Bókasafnið á vordögum og einnig fara með næsta hóp í Tónlistarskólann, ekki er komin dagsetning en við stefnum á febrúar.

Bestu kveðjur

Starfsfólks Holts

© 2016 - 2020 Karellen