news

Góða helgi

06. 03. 2020

Kæru foreldrar/forráðamenn

Síðasta vika var svo sannarlega viðburðarík með skemmtilegum dögum. Við áttum okkar bolludag og börnin átu fiskibollur og rjómabollur með bestu lyst. Á sprengidegi var smakkað á saltkéti og baunum sem fór misvel ofaní börnin. Öskudagur var hinn eiginlegi sprengidagur líka þar sem þau fengu að smakka á snakki og borðuðu pitsu í hádeginu auk þess að skemmta sér vel í búningunum og slá "köttinn úr sekknum".

Það styttist í foreldrasamtölin en þau verða þriðjudaginn 17. Mars, takið endilega daginn frá. Skipulag og tímasetningar koma í næstu viku. Leikskólinn er lokaður þann dag.

Bestu kveðjur og góða helgi

Starfsfólks Holts

© 2016 - 2020 Karellen