news

Heimsókn frá Brunavörnum Suðurnesja

29. 04. 2021

Elstu börn leikskólans fengu heimsókn frá Brunavörnum Suðurnesja en Gunnar slökkviliðsmaður kom í nýlega heimsókn á slökkviliðsbílnum sínum. Börnin léku á alls oddi enda fengu þau að prufa brunaslönguna. Einnig afhenti hann börnunum viðurkenningarskjal fyrir að vera aðstoðarmenn slökkviliðsins. Er það samstarfsverkefni Slökkviliðsins og leikskólans „Logi og Glóð“ Verkefnið felst í því að mánaðarlega fara tvö til þrjú börn í senn úr elsta hópnum, með kennara, í eftirlit um leikskólann til að kanna hvort að eldvarnir séu í lagi. Þau fara í merkt vesti og ganga um leikskólann og kanna viss atriði eins og til dæmis hvort neyðarljós eru í lagi, hvort flóttaleiðir séu greiðfærar og fleira.

Leikskólinn Þakkar Gunnari kærlega fyrir heimsóknina.

© 2016 - 2021 Karellen