news

Opnun aðalinnganga

10. 09. 2020

Kæru foreldrar/forráðamenn

Samkvæmt þeim reglum hvaða sóttvarnir eru í gildi í leikskólum og þær fjöldatakmarkanir sem eru í gildi núna, þá höfum við ákveðið að byrja nota aðalinnganga fyrir alla. Foreldrar og aðstandendur sem koma með börn inn í skólann ber að virða fjarlægðarmörk og halda minnst eins (1) metra fjarlægð frá öðrum foreldrum og starfsfólki. Aðeins eitt foreldri/aðstandandi má koma inn í skólann í einu en það þarf ekki að vera sá sami að morgni og þegar barnið er sótt. Mikilvægt er að allir gæti vel að sínum einstaklingsbundnu sóttvörnum og sprittið hendur í forstofum áður en þið komið inn í skólann. Áfram verður Lögð áhersla á að skila börnum úti í lok dagsins, ef veður leyfir, til að létta á fataklefum og til að létta lundina.

Vinsamlegast Reynið eftir fremsta megni að stoppa stutt við þegar komið er með barn og það sótt.

Við erum öll almannavarnir

Bestu kveðjur

Starfsfólk Holts

© 2016 - 2020 Karellen