news

Listahátíð barna

02. 05. 2019

Listahátíð barna í Reykjanesbæ var sett með pompi og prakt í fjórtánda sinn fimmtudaginn 2. maí. Hátíðin er samvinnuverkefni Listasafns Reykjanesbæjar, allra 10 leikskóla bæjarins, allra 7 grunnskólanna, Tónlistarskólans, dansskólanna Bryn Ballett Akademíunnar og Danskompanís og listnámsbrautar Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Elstu börn leikskóla Reykjanesbæjar voru viðstödd settningarathöfnina í Duus húsum þar sem þau sungu saman nokkur lög við undirleik Systu okkar og Hildar sem starfar á Vesturbergi.

Forsetahjónin heiðra íbúa Reykjanesbæjar með opinberri heimsókn í dag og á morgun og kom það í hlut forseta Íslands að setja hátíðina og var þeim færð blóm. Börnin á Koti vildu færa forsetanum Holtabuff að gjöf sem hann tók á móti með gleði og ætlar að nota þegar hann fer út að plokka hér eftir.

© 2016 - 2020 Karellen