news

Listahátíð barna í Reykjanesbæ 2020

30. 06. 2020

Listahátíð barna í Reykjanesbæ er orðin fastur liður í skólastarfinu og hefði hátíðin átt að vera núna í maí, en vegna Covid – 19 var það ekki var gerlegt að halda listahátíð barna með hefðbundnu sniði í ár vegna samkomutakmarkana og skerðingar á skólastarfi. Var brugðið á það ráð að heimsækja skólana þar sem stjórnendur listahátíðarinnar og myndatökumaður komu í heimsókn og skoðuðu listaverkin og tóku myndir og myndbönd af elstu börnunum að segja frá sögum og verkefnum sem þau hafa unnið. Þemað í ár var þjóðsögur og ævintýri, en við hér á Holti völdum okkur söguna um marbendil.

Hér er hægt að sjá myndbandið sem var sett saman frá heimsóknum til allra leikskólanna í Reykjanesbæ: https://www.facebook.com/listasafnreykjanesbaejar/posts/3048468485192371

Sjón er sögu ríkari!

© 2016 - 2021 Karellen