news

Ljósaganga

05. 02. 2019

Miðvikudaginn 6. febrúar verður dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins. 6. febrúar er merkisdagur í íslenskri leikskólasögu því þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.Dagurinn er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla.

Af þessu tilefni verður farið í ljósagöngu frá leikskólanum Holti að Akurskóla þar sem við ætlum að syngja nokkur lög fyrir grunnskólanemendur.Tilgangur ljóssins er að varpa ljósi á leikskólabarnið, starf leikskólakennarans og mikilvægi leikskólans í samfélaginu. Gengið verður frá leikskólanum Holti kl.8:30.Foreldrar eru velkomnir með í gönguna.

Kæru foreldrar við óskum eftir því að börnin mæti með ljósgjafa með sér í leikskólann miðvikudaginn 6.febrúar, vasaljós, höfuðljós, neonljós, luktir eða einhvern ljósgjafa. Morgunmatur verður eftir ljósagönguna gott að börn séu mætt tímanlega.

© 2016 - 2019 Karellen