Ljósanætursýning í Stígvélagarði

31. 08. 2018

Ljósanætursýning barnanna á Holti árið 2018 er “Syndandi skrautfiskar á lofti”. Verkin eru öll unnin úr endurnýtanlegum efniviði og skrautmunum sem okkur hefur áskotnast frá velunnurum. Sýningin stendur í Stígvélagarði skólans við strandlengjuna fyrir neðan tjarnirnar í innri Njarðvík. Sýningin er opin öllum og mun standa svo lengi sem vindar leyfa.

© 2016 - 2019 Karellen