news

Margt spennandi

08. 01. 2020

Kæru foreldrar/forráðamenn

Gleðilegt nýtt ár með þökk fyrir ánægjuleg samskipti á liðnu ári.

Margt spennandi er á döfinni hjá okkur á vorönn. Við ætlum að vinna áfram með viðfangsefnið okkar HAFIÐ enda eru börnin fjársjóður af hugmyndum. Við ætlum einnig að vinna að nýju e-Twinning verkefni með leikskólanum Madeley Nursery school í Bretlandi og erum afskaplega spennt fyrir þeirri vinnu.

Við hér á Holti hvetjum ykkur til að skoða handbók um læsi þar sem við erum að taka fyrir þættina lýðræði; heilbrigði og vellíðan í starfi okkar. Sjá aðalnámskrá leikskóla 2011.

Betu kveðjur

Starfsfólks Holts.

© 2016 - 2020 Karellen