news

Milli fjalls og fjöru - Viðfangsefni næsta vetrar

24. 08. 2020

Kæru foreldrar/forráðamenn

Á starfsárinu 2020-2021 ætlum við að einblína á það sem við sjáum og uppgötvum milli fjalls og fjöru í öllu okkar starfi í leikskólanum. Við tengjumst náttúrunni órjúfanlegum böndum og erum háð velferð hennar. Náttúran og gróðurinn býður upp á marga möguleika til að efla gleði og áhuga barnanna í þeirra nærumhverfi. Börnin læra um hringrás lífsins. Þau kynnast fagurfræði, siðferði og tengjast náttúrunni og umhverfinu með því að uppgötva og kynnast því smáa sem er í kringum þau.

Bestu kveðjur

Starfsfólks Holts

© 2016 - 2020 Karellen