news

Nemi á Holti

27. 09. 2021

Kæru foreldrar/forráðamenn

Í leikskólann er kominn nemandi í vettvangsnám frá Háskóla Íslands sem er á lokaári í menntunarfræðum leikskóla. Það er hún Ingibjörg Erla Þórsdóttir og mun hún vera hjá okkur næstu fimm vikur.

Eitt af meginmarkmiðum vettvangsnáms er að nemar efli faglega hæfni sína og tengi fræðilega þekkingu við starf á vettvangi. Með vettvangsnámi er átt við samfellda veru og nám kennaranema í leikskólum. Í vettvangsnámi eru nemar að kynna sér áherslur í uppeldi og menntun í leikskólum og starfshætti tengda námssviðum leikskólans. Þar fá þeir jafnframt tækifæri til að tengja saman fræði og framkvæmd með því að prófa þá þekkingu og kunnáttu sem þeir hafa aflað sér í háskólanáminu, í daglegu starfi leikskóla.

Við hér á Holti bjóðum Ingibjörgu Erlu hjartanlega velkomna til okkar.

© 2016 - 2021 Karellen