news

Nýjar sóttvarnareglur frá og með 15. apríl 2021

16. 04. 2021

Nýjar sóttvarnareglur hafa verið gefnar út og tóku gildi á miðnætti 15. apríl - sjá mynd hér að neðan.

Breytingar í starfsemi leikskóla með nýjum reglum verða

20 manns mega vera saman í rými

1 metra fjarlægðarmörk og ef þau nást ekki að þá er grímuskylda

Áfram eru foreldrar og aðrir gestir ekki að koma inn í skólann. Fyrst um sinn verður áfram að hver deild er með sinn inngang eins og verið hefur síðustu vikur og er því aðalinngangur lokaður nema fyrir þær deildar sem hafa þann inngang inn á sína deild.

Við hvetjum alla til þess að gæta að persónulegum smitvörnum, minnum á mikilvægi handþvottar og notkun spritts. Við erum í þessu saman.

© 2016 - 2021 Karellen