Nýr leikskólastjóri

01. 04. 2019

Gengið hefur verið frá ráðningu leikskólastjóra við leikskólann Holt. Fjórir sóttu um stöðuna nýráðinn leikskólastjóri er María Petrína Berg og mun hún taka til starfa í byrjun ágúst. María Petrína er leikskólakennari að mennt með framhaldsnám í stjórnun menntastofnanna og hefur starfað síðustu sjö árin sem leikskólastjóri hjá Félagsstofnun stúdenta. Við bjóðum hana hjartanlega velkomna til starfa á Holti.

© 2016 - 2019 Karellen