news

Skólahald frá 4. maí

28. 04. 2020

Kæru foreldrar/forráðamenn

Skólahald verður að mestu með eðlulegum hætti frá 4. maí en þá hefst hefðbundið leikskólastarf. Börnin mega þá leika saman af öllum deildum leikskólans á útisvæðinu og leika inni án aðskilnaðar. Áfram verður gætt að sóttvörnum og aðgangur um skólann verður takmarkaður eins og kostur er. Við höldum áfram því fyrirkomulagi að hver deild kemur inn um sinn gang og að tveggja metra reglan gildir áfram milli fullorðinna. Hvað varðar viðburðir með þátttöku foreldra eins og sumarhátíð og útskrift elstu barnanna verða endurskoðaðir í ljósi fjöldatakmarkana. Minnum á að áfram þarf að spritta hendur við innkomu í skólann.

Góðar og ljúfar kveðjur til ykkar allra.

© 2016 - 2020 Karellen