Starfsáætlun og dagatal

30. 08. 2018

Kæru foreldrar starfsáætlun og skóladagatal fyrir veturinn 2018-2019 er komið á vefinn. Endilega lesið og kynnið ykkur starf skólans. Gott er líka að fara vel í dagatalið og skipuleggja sig út frá því. Nú er vetrarstarfið farið í gang og spennandi vetur fram undan. Börnin á Lundi, Hlíð og Koti eru að fara í viðtöl við sína kennara sem er undirbúningur fyrir hópastarf vetrarins. Í vetur ætlum við að vinna með "Bæjarfélagið okkar" sem er afar spennandi verkefni. Við hvetjum foreldra til að fylgjast vel með starfinu.

© 2016 - 2019 Karellen