news

Stekkjarstaur í heimsókn

14. 12. 2020

Kæru foreldrar/forráðamenn

Mikil gleði greip um sig í morgun þegar Stekkjarstaur birtist óvænt á útisvæði leikskólans. Hann trallaði og lék við börnin og allir höfðu gaman að. Stekkjarstaur var einnig mjög rausnarlegur við starfsfólk leikskólans og færði því góðgæti í muninn og börnin fengu mandarínur, afhentar af kennurum. Passað var vel upp á sóttvarnir og var Stekkjastaur með grímu undir skeggi og í hönskum.

Starfsfólk leikskólans þakkar Stekkjarstaur fyrir hugulsemina.

Bestu kveðjur

Starfsfólk Holts

© 2016 - 2021 Karellen