news

Sumarkveðja

02. 07. 2021

Kæru foreldrar/forráðamenn

Í dag er síðasti dagur fyrir sumarlokun en við opnum aftur 9. ágúst klukkan 10:00.

Við hér á Holti þökkum ykkur fyrir síðasta skólaár, góða samvinnu og samheldni sem okkar öfluga samfélag býr yfir á þeim krefjandi tímum sem við höfum staðið frammi fyrir í þjóðfélaginu í heilt ár. Við óskum ykkur öllum gleði og ánægju í sumarfríinu og hlökkum til að sjá ykkur hress og kát í ágúst.

Í dag er einnig síðasti dagur elstu barnanna okkar og við hér á Holti kveðjum þau og foreldra þeirra með söknuði, þökkum þeim yndislegar samverustundir og óskum þeim alls hins besta í framtíðinni.

Eigið öll gott og yndislegt sumar.

Betu kveðjur

Starfsfólk Holts

© 2016 - 2021 Karellen