news

eTwinning verkefni

29. 06. 2021

Kæru foreldrar/forráðamenn

Það er gaman að segja frá því að kennarar á Hlíð við leikskólann Holt og börnin fengu gæðamerkið Quality Label fyrir eTwinning verkefni sem unnið var í samstarfi með skólum frá Póllandi, Ítalíu og Spáni. Verkefnið fjallaði um fjaðrir og í umsögn segir að um skemmtilegt verkefni sé að ræða sem kveikti bersýnilega áhuga barnanna. Heimasvæðið var vel sett upp og auðvelt að átta sig á skipulagi verkefnisins og framlagi íslensku nemendanna.

Búið var til lag sem sungið er á öllum Tunugmálum sem sjá má í linknum hér að neðan.

Gerið svo vel og njótið

https://www.youtube.com/watch?v=aNU6d6D4EQ4

Bestu kveðjur

Starfsfólks Holts

© 2016 - 2021 Karellen