Erasmus+ námsferðir

10. 10. 2018

Þessa vikuna eru fjórir kennarar frá Holti í námsferð í Stokkhólmi. Kennararnir verða þar í vinnu í leikskólanum Katarina Vastra. Þar fá þær að fylgjast með starfinu og kynnast nýjum hlutum sem vonandi verður hægt að nýta í starfinu í okkar leikskóla. Þetta er önnur námsferðin af 5 sem farnar verða þennan veturinn. Að fá tækifæri sem þetta er stórkostlegt fyrir alla kennara bæði skemmtilegt og fróðlegt. Að læra nýja hluti, kynnast starfi í öðrum löndum og víkka sjóndeildarhringinn er ómetanlegt tækifæri til þroska í starfi.

© 2016 - 2019 Karellen