Á Holti er hvíld á öllum deildum eftir hádegisverð en hún er með misjöfnum hætti á milli deilda.

Yngstu börnin sofa á meðan elstu börnin á leikskólanum liggja/sitja og hlusta á sögur/tónlist eða lesa bækur.

Hvíldin er strax eftir hádegisverðinn og er það breytilegt eftir deildum hvað hún varir lengi. Á eldri deildunum er hún búin um kl 13 en á yngri deildunum fer það eftir hvað börnin mega sofa lengi.

Þar sem þetta er róleg stund biðjum við foreldra/forráðamenn vinsamlegast um að láta vita ef sækja á barn á meðan á hvíldartíma stendur.

Varðandi svefnþörf ungra barna er farið eftir viðmiðum heilsugæslu:

- 2-4 ára börn eiga að sofa 11 – 13 klst. á sólarhring
- 5-16 ára börn eiga að sofa 9 - 11 klst. á sólarhring


© 2016 - 2022 Karellen