news

Fréttapistill vikunnar

10. 09. 2021

Kæru foreldrar

Takk fyrir þessa viku sem sannarlega hefur flogið áfram. Börnin hafa verið að æfa sig í að fara með vísur, ríma, klappa (samstöfur) og setja saman orð (samsett orð). Þau hafa verið að leika sér með tölur og bókstarfi, auk þess eru spil og púsl alltaf vinsæl. Börnin eru einstaklega jákvæð og fróðleiksfús sem gerir alla hluti spennandi og skemmtilega ????

Tónlistin hjá Geirþrúði byrjaði í vikunni og vakti það mikla gleði og ánægju barnanna. Vettvangsferðir í tengslum við viðfangsefnið okkar halda áfram í næstu viku, við stefnum á að fara í strætó og kanna áhugverð og spennandi svæði í Ytri Njarðvík.

Leikföngin Popit hafa verið mjög vinsæl hjá börnunum og hafa þau m.a. verið notuð í hvíldinni. Nú er svo komið að fjöldi þeirra hefur snaraukist og farin að valda of mikilli truflun og viljum við því biðja ykkur að geyma þau heima.

HLJÓM-2 er aldursbundin skimun sem er lögð fyrir börnin til að meta hljóðkerfis- og málmeðvitund barna í elsta árgangi leikskólans í því skyni að greina þau börn sem eru í áhættu fyrir síðari lestrarerfiðleika. Við munum byrja að skima/kanna börnin núna á næstu vikum. Þar er farið yfir rím, samsett orð, samstöfur, hljóðgreiningu, hljóðtengingu o.fl. Allt er þetta gert í leikjaformi með aldur barnsins í huga. Við munum biðja ykkur að skrifa undir leyfisbréf vegna þessa í næstu viku.

Foreldrasamtöl á Koti verða þriðjudaginn 19. október næstkomandi. Þar verður farið yfir líðan barnsins, verkefni vetrarins, Hljóm-2, samvinnu skólastiga o.fl. sem tengist leikskólalífinu. ATHUGIÐ BREYTTAN TÍMA, en þann sem kom fram í leikskóladagatalinu og á fésbókinni fyrst.

Þá er þetta komið í bili, njótið lífsins og góða helgi ????

© 2016 - 2022 Karellen