news

Fréttir vikunnar

01. 10. 2021

Kæru foreldrar

Takk fyrir vikuna sem hefur verið heldur köld og vætusöm en börnin hafa skemmt sér við ýmis spennandi viðfangsefni líkt og áður. Vegna aukins kulda viljum við benda á að bæta við hlýjum fötum s.s. kuldagalla, peysu, vettlingum, kuldaskóm og húfu, að sjálfssögðu má alltaf bæta við aukafötum.

Börnin fóru í hópastarf í vikunni, enn eru ekki komnir fastir hópar en unnið er með sagnir sem tengjast Náttúrunni. Í vikunni voru hóparnir að vinna með sagnirnar: að gjósa - að tína. Þau gerðu hugarkort, horfðu á myndbönd auk þess að huga að næstu tilraunum.

Nú er haustið sannarlega komið og hafa mörg barnanna verið upptekin af laufblöðum og sveppum í umhverfi sínu s.s. á leikskólalóðinni. Það fer fram mikil rannsóknarvinna að kanna liti laufblaðanna , skoða tegundir og liti sveppanna og skoða/sjá náttúruna breytast. Þetta er skemmtilegt verkefni og hafa mörg yngri barnanna í leikskólanum tekið þátt í þessarri skemmtun.

Í tilefni þessa eru börnin að byrja að læra nýtt lag um laufblöðin, og er textinn svona:

Hvert er horfið laufið sem var grænt í gær,

þótt ég um það spyrji verð ég engu nær.

Blöðin grænu hafa visnað, orðin gul og rauð.

Ef ég horfi miklu lengur, verður hríslan auð.

Það er alltaf nóg að gera á Koti og viljum við vera í tengslum við umheiminn líkt og í fyrravetur. Við ætlum að halda áfram að vera í sambandi við aðra leikskólakennara og börn í nokkrum Evrópuríkjum og vinna e-Twinning verkefni með þeim. Verkefnið mun tengjast okkar verkefni með Náttúruna og sagnir. Þessi lönd eru: Pólland, Slóvenía, Spánn og Ítalía.

Við minnum á foreldrasamtölin sem verða þann 19. október næstkomandi, þar förum við yfir líðan barnsins, tengsl við grunnskólann og verkefni vetrarins.

Bestu kveðjur á ykkur og góða helgi.

© 2016 - 2022 Karellen