news

Pistill vikunnar

17. 09. 2021

Kæru foreldrar

Þá er þessari viku að ljúka og við höfum sannarlega fengið okkar skammt af rigningar og pollagallaveðri. Ætlunin var að fara í strætó með börnin en því miður tókst það ekki, okkur og börnunum til mikillar ama. Þau eru þvílíkt spennt og við ætlum sannarlega að reyna aftur í næstu viku. En auðvitað voru skemmtilegar stundir hjá okkur og fengu nokkur börn að fara að tjörninni og veiða síli sem vakti mikla gleði, einnig fór annar hópur í kraftgöngu og náði sér í rabbabara.

Börnin eru einnig dugleg að syngja og læra vísur, þessa vísu eru þau að læra núna um haustið:

Einhverja nóttina koma skógarþrestirnir

að týna reyniber af trjánum áður en þeir leggja í langferðina yfir hafið,

en það eru ekki þeir sem koma með haustið,

það gera lítil börn með skólatöskur.

Verkefnið okkar um sagnir í umhverfinu er því í góðum gír og margar sagnar hafa sprottið upp t.d.: veiða, týna, ganga, klifra, hlaupa, elda, sjóða og nú síðast í allri umfjöllun um gosið í Geldingardölum- að gjósa. Hugmyndir barnanna eru því óþrjótandi og spennandi að sjá hvaða rannsóknir við förum í á næstunni.

Hljóm 2 málvitundarprófið er í fullum gangi og ganga mjög vel - börnin eru jákvæð og spennt að leysa þessi verkefni. Niðurstöðurnar kynnum við í foreldrasamtölunum í október.

Í lokin viljum við vinsamlega biðja ykkur að halda áfram að nota grímur í fataklefanum.

Bestu kveðjur og góða helgi.

© 2016 - 2022 Karellen