Karellen
news

Föstudagsfréttir

12. 08. 2022

Góðan og blessaðan daginn

Það sem það er búið að vera gaman hjá okkur þessa fyrstu viku leikskólaársins. Við höfum nýtt okkur útisvæðið og verið dugleg að taka vel á móti nýjum börnum sem og nýja starfsfólki.

Við höfum ekkert verið með stífa dagskrá heldur höfum við aðeins verið að njóta þess að hittast og leika. Við stefnum svo að því að vera dugleg að fara í vettvangsferðir í næstu viku ef veðrið verður til friðs.

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að framkvæmdirnar eru hafnar við skólann og erum við ekki ósátt við það. Hér hefur barnahópurinn staðið við gluggan að fylgjast með af miklum áhug.

Eigið góða helgi

Kveðja kennarar á Hlíð

© 2016 - 2022 Karellen