Karellen
news

Föstudagsfréttir af Hlíð

13. 05. 2022

Þessi vika flaug einhvernvegin framhjá okkur, búið að vera nóg um að vera.

Fóru allir hóparnir í vettvangsferð, eina eða tvær og annað hópastarf þar sem við erum að reyna komast að því hvað það er sem við ætlum að rannsaka næst.
Plánetan Jörð er nefnlilega ótrúlega merkileg og allt það líf sem býr á henni og ekki skemmir fyrir öll náttúrna í kringum okkur sem gefur okkur tækifæri til þess að rannsaka, skoða og uppgvöta.

Það sem stendur alltaf fyrir sínu eru hestarnir hérna við hliðin á okkur og er spennandi að fá að skoða þá, gefa þeim gras og aðeins að klappa þeim og fengu allir tækifæri til þess í vikunni að heilsa upp á þá. Sumarið stefnir í allskonar spennandi ævintýri.

Svo að allt öðru. Við lesum rosalega mikið, við förum alveg að verða búin með bókasafnið á leikskólanum (ekki alveg en svona næstum því) og höfum við gefið grænt ljós á að ef börnin eiga einhverja skemmtilega bók heima, einhverja sem þeim finnst rosalega gaman að lesa mega þau endilega koma með hana í leikskólann til þess að sýna okkur og við getum svo lesið hana saman í samverustund.

Við erum búin að vera mikið úti og er svo gott að passa að þau séu með allt til alls í leikskólanum því það hefur líklegast ekki farið framhjá neinum að veðrið getur svo sannarlega verið allskonar og í allskonar veðri þurfum við allskonar fatnað.

Þessi ætlar að vera bara svona lítill og sætur.
Takk æðislega fyrir vikuna.

Áfram Ísland

Góða Helgi

© 2016 - 2022 Karellen