Karellen
news

Föstudagsfréttirnar

03. 06. 2022

Gleðilegan föstudag.
Það er virðist alltaf vera föstudagur hjá okkur eða að minnsta kosti á viku fresti.

Við vorum svo lukkuleg að eiga afmælis kennara sem við fögnuðum að sjáfsögðu. Við á Hlíð óskum henni innilega til hamingju með daginn sinn.

Ef við bætum aðeins upp fyrir síðustu viku og byrjum á því að gleðjast yfir ömmu og afa deginum, mikið rosalega var gaman að sjá hversu margir sáu sér fært að mæta, börnin alveg ljómuðu af gleði og gengu um og sýndu ömmum sínum og öfum leikskólann sinn. Yndisleg stund.

Vikan okkar rann einhvern vegin framhjá okkur við bara mættum á mánudegi og allt í einu er kominn föstudagur. Við
erum enn þá bara í rökræðum um útifatnað þar sem þau telja sig ekki þurfa neitt annað en skó og húfu, það er nú komið sumar! Þvílík og önnur eins hneysa að kennararnir séu að hugsa um að þau verði ekki blaut og köld.

Dótadagurinn kom loksins. Það er svo sannarlega búið að vera bíða eftir þessum degi get líklegast sagt að það sé búið að spyrja um hann síðan við byrjuðum í haust og hann kom loksins, sá og sigraði (hátt og snjallt).
Gaman líka að fylgjast með þeim hvað þau voru tilbúin að leyfa öðrum að prufa og voru að deila dóti á milli sín. Það þarf líklegast ekkert að taka það fram en það leið ekki dagurinn þegar þau voru farin að spyrja hvenær það yrði aftur dótadagur.

Svo er bara allt á sínum stað, við erum að lesa, syngja, leika og læra. Bara eins og það á allt að vera.

Takk fyrir vikuna og góða helgi.
Farið varlega í umferðinni.
© 2016 - 2022 Karellen