Karellen
news

Föstudagskveðjan

20. 05. 2022

Jidúdda mía það er bara komin föstudagur aftur.

Það er svo sannarlega búið að vera mikið að gera hjá okkur þessa vikuna og erum við algjörlega að njóta veðurblíðunnar sem er að leika við landann þessa dagana, kannski einum of, því það varð alveg hneykslað á kennurunum sínum á Hlíð þegar börnin voru beðin um að klæða sig í regngalla, eins og það væri einhver fjarstæð hugmynd að það gæti rignt líka.

Við vorum svo lukkuleg að eiga afmælisdreng vikunnar en hann fagnaði fjögra ára afmælinu sínu þann 19 maí, það er að sjálfsögðu tilefni til þess að fagna, bauð hann vinum sínum upp á poppveislu í tilefni dagsins. Við á Hlíð óskum honum og fjölskyldunni hans hjartanleg til hamingju með daginn hans.

Vikan hófst á því að leyfa okkur aðeins að breyta um umhverfi í útiverunni, það má deila um það hvort hafi slegið meira í gegn að fá að fara út á peysunni eða að breyta um umhverfið, hugsanlega blanda af báðu. Eftir að hafa farið yfir reglurnar (hlusta á kennarann, ekki út á götu og ekki borða köngulær, þessar litlu reglur) stukku þau af stað, það var svona andartak sem minnir okkur á hversu litlu hlutirnir skipta miklu máli, að horfa á eftir þeim hlaupa af stað í allri gleðinni er erfitt að setja niður í skrifað mál svo við skulum bara ímynda okkur lítið barn að borða ís sem það er búið að bíða eftir allan daginn og fær svo loksins ísinn í hendurnar öll hamingjan í heiminum er einhvern veginn í þessum ís.

Svona þar sem við erum komin af stað því að ímynda okkur hlutina, var það einmitt orð vikunnar, ímyndunarafl. Erum við búin að vera æfa okkur að ímynda okkur hlutina. Það voru hálf hneyksluð börn sem horfðu á kennarann sinn þegar hann bað þau um að loka augunum og hugsa um skó, sumir sáu skóinn á meðan hinir voru enn þá að átta sig á því hvert þetta væri að fara. Þau áttu að loka augunum og hugsa um skó svo þegar allir voru farnir að ímynda sér skó áttu þau að bæta við grænum línum á skóinn, svo átti krókódíll að vera í skónum og svo var skórinn farinn af stað. Hann var orðinn að stígvéli í regnbogans litum, sem breyttist í götóttan skó með ormum í og endaði á því að vera gulir skór á könguló. Já þetta erum við að nota ímyndunaraflið.

Þaðan fór umræðan yfir í það hvað heilinn er merkilegur og mikilvægur og líffræðin tók algjörlega yfir. Miklir prófessorar sem Hlíð-ar búar eru.

Toppurinn á tilverunni í þessari viku var þó Síla og krabbaveiðarnar, fóru allir hóparnir í veiðiferð. Það var mikil spenna yfir því að reyna veiða sílin, litlir fiskar sem þjóna afar litlum tilgangi annað en að vera fæði fyrir önnur dýr (og skemmtanagildi fyrir börn að veiða).

Fer ekki ofan af því að það eru alltaf einhver ævintýri hjá okkur á Hlíð alltaf nóg um að vera, nóg að rannsaka og uppgötva.

Þá er það næsta vika en hún er óttalega stutt.

Mánudagurinn 23 maí er bara mánudagur

Þriðjudagurinn 24 maí ætlum við að bjóða ömmum og öfum í leikskólann (14:30-15:30) og eiga yndislega stund saman.

Miðvikudagurinn 25 maí er starfsdagur og er því leikskólinn lokaður allan daginn

Fimmtudagurinn 26 maí er Uppstigningardagur og er þá leikskólinn lokaður

Föstudagurinn 27 maí starfsdagur og leikskólinn lokaður allan daginn.

Þangað til næst.

Takk æðislega fyrir vikuna,

njótið helgarinnar og við sjáumst eldhress á mánudag.

© 2016 - 2022 Karellen