Karellen
news

Föstudagskveðjan á Hlíð

10. 06. 2022

Vikan að sumarhátíð komin.

Við vorum svo lukkuleg að eiga afmælisstúlku vikunar, hún fagnaði fjagra ára afmælinu sínu og bauð vinum sínum upp á dýrinds popp, ekki með of miklu salti, bara svona smá svo við fáum ekki illt í tunguna eins og hún benti réttilega á. Sungum við fyrir hana afmælissöngin og smjöttuðum í sameiningu á þessu dýrindis poppi með mátulega miklu salti. Við á Hlíð óskum henni og fjölskyldu hennar innilega til hamingju með daginn hennar.

Þegar þetta er skrifað má heyra hlátursköllin í kennurum á Holti að gera Sumarhátíðina okkar hátíðlega, þar sem þær eru að hengja upp blöðrur og fána. Varla hátíð nema það séu blöðrur með. Börnin er búin að bíða og bíða og bíða eftir að sumarhátíðin byrji og eru búin að spyrja og spyrja hvenær mamma og pabbi koma, eiginlega það oft að besta lausnin var að teikna á klukkuna hvar litli vísirinn og stóri vísirinn yrðu þegar sumarhátíðin myndi byrja og virtist þá hópurinn getað andað léttar og notið augnabliksins.

Þau eru búin að vera æfa sig að syngja lag sem þau ætla að syngja fyrir framan alla og ætla þau að vera ótrúlega hugrökk, bein í baki og syngja hátt og snjallt, ég (Viktoría) ætlar bara að segja 1,2,3 .. á Holti.. svo taka þau við og hef ég fulla trú á því að þetta verði ekki einsöngur kennara á Hlíð.

Annars er vikan okkar bara búin að vera á rólegu nótunum við erum að njóta veðurblíðunnar og samverunnar.

Þá er það næstu tvær vikurnar.
Mánudagurinn: Þá ætlum við að kíkja í leikskólann Akur og fá að skoða hænurnar hjá þeim og aðeins útisvæðið þeirra.
Svo eru nokkrar vettvangsferðir ekki komnar með dagsetninar en það er annað hvort næsta vika eða vikan eftir.
Við ætlum að kíkja í heimsókn í Víkingarheima og fáum að skoða víkingarskipið þar svo ætlum við einnig að kíkja í Stekkjarkot og fá að upplifa gamla daga (næ kannski blessunarlega að sannfæra þau um að ég hafi ekki búið í torfhúsi, þar sem þau eru alveg sannfærð um að ég sé bara hundgömul). Og svo fylgjumst við með veðurspánni og vonumst eftir sól og sumaryl til þess að skreppa í fjöruferð við Fitjar, þar er nefnilega skemmtileg sandfjara og hægt að varða og svona skemmtileg heit. Það er allavegana nóg á dagskrá hjá ykkur og munum við tilkynna hvenær við förum í síðasta lagi deginum áður en förinni er heitið í vettvangsferð vítt og breytt um innri Njarðvík.
Yndislegt - nóg að gera hjá okur svona rétt fyrir sumarfrí.

Svo segi ég bara takk fyrir vikna
sé vonandi sem flesta eftir andartak
Góða helgi og njótið súkkulaði kökunnar.

© 2016 - 2022 Karellen