Karellen
news

Sumarkveðjan

01. 07. 2022

Það er bara einmitt þannig.

Vikan að sumarfríi komin!

Ætla leyfa mér að bæta upp fyrir að skulda einn föstudagspóst og byrja á því að fagna einni vinkonu sem fagnaði 5 ára afmælinu sínu 23.júní síðastliðin og því þarf að sjálfsögðu að fagna,(afmælinu ekki að ég skuldi póst) hún bauð vinum sínum upp á poppveislu sem við hámuðum í okkur undir ljúfum tónum poppsmjattsins og skelltum að sjálfsögðu í danspartý. Smjattið og fagnaðarheitunum er ekki lokið því við vorum einmitt svo lukkuleg að eiga tvö önnur afmælisbörn. Þau ætla fagna sínum afmælisdögum í byrjun sumarfrísins 4 og 5 júlí og við getum að sjálfsögðu ekki látið poppátið framhjá okkur fara og tókum smá forskot á sæluna og fögnuðum dögunum þeirra.

Við á Hlíð óskum afmælisbörnunum okkar og fjölskyldum þeirra hjartanlega til hamingju með dagana þeirra.

Nú þegar við skottumst í sumarfrí er ekkert því í fyrirstöðu að líta aðeins yfir veturinn okkar saman og ef það er eitthvað sem hann hefur kennt okkur þá er það að við getum svo sannarlega allt sem við ætlum okkur og við gerum það ávalt með höfuðið hátt og bros á vör og ef við stöndum saman er ekkert sem stoppar okkur. Það er ekkert sem kemur okkur lengur á óvart.

(Það er bara nákvæmlega þannig!)

Ætla leyfa mér að staðhæfa það að við höfum lært eitthvað nýtt á hverju degi, nú vitum við til dæmis alltaf að býflugur kúka á flugi, að ísbirnir gætu búið á Úranus og að geimverur hafa komið sér vel fyrir í Texas. Fiskar deyja til þess að komast í sjóinn og grasker voru notaðar sem luktir í gamla daga. Lærdómurinn hefur vissulega verið allskonar og fræðandi.

Það er bara einmitt þannig.

Takk æðislega fyrir veturinn og við sjáumst alveg eldhress í ágúst!

Endurnærð og útitekin.

© 2016 - 2022 Karellen