Karellen

Foreldrafélagið á Holti

Foreldrafélagið samanstendur af öllum þeim foreldrum sem eiga börn í leikskólanum. Það sér um ýmis konar skemmtanir og uppákomur fyrir börnin utan leikskólans og gefst þar foreldrum tækifæri til að kynnast, sem er undirstaða góðs foreldrafélags. Sem dæmi má nefna leiksýningar, jólaball og páskaeggjaleit. Foreldrafélagið getur og hefur stutt leikskólann í tækja- og leikfangakaupum.

Foreldrafélagið getur verið þrýstihópur og beitt þrýstingi á bæjaryfirvöld til að fá málefnum leikskólans framgengt.

Stjórn foreldrafélagsins árið 2019-2020

Formaður: Karitas Mist Hauksdóttir.

Gjaldkeri: Dagný Pétursdóttir.

Ritari: Ásdís Ósk Guðbjörnsdóttir.


Meðstjórnendur

Úlfar Guðmundsson.

Aldís Kjærnested Eiríksdóttir.

Stjórn foreldrafélagsins hvetur foreldra til virkrar þátttöku í félaginu og einnig til að hafa samband ef þið hafið ábendingar eða hugmyndir sem þið viljið koma á framfæri.

Gíróseðlar

Innheimta gíróseðlanna er stærsti fjáröflunarþáttur foreldrafélagsins og eru seðlarnir sendir út í byrjun skólaárs ár hvert. Gjaldið er kr.4000,- fyrir allt árið. Fyrir systkini er aðeins greitt hálft gjald fyrir annað barnið. Við viljum hvetja þá foreldra sem enn eiga eftir að greiða sinn gíróseðil að gera það. Munum að þetta eru peningar sem fara eingöngu í skemmtanir fyrir börnin okkar.

Einnig viljum við minna á Facebook síðuna okkar. Foreldrafélag
leikskólans Holts, endilega kíkja og skrá sig á hana.

© 2016 - 2023 Karellen