Samkvæmt lögum um leikskóla, nr. 90/2008, skal vera starfandi foreldraráð við hvern leikskóla.
- Í foreldraráði sitja að lágmarki þrír foreldrar.
- Leikskólastjóri hefur frumkvæði að kosningu í foreldraráð.
- Foreldrar kjósa fulltrúa sína í foreldraráð í ágúst ár hvert til eins árs í senn.
- Leikskólastjóra ber að starfa með foreldraráði.
Kosning í foreldraráð
- Í ágúst ár hvert skal leikskólastjóri hafa frumkvæði að kosningu í foreldraráð.
- hlutverk foreldraráðs samkvæmt lögum um leikskóla, nr. 90/2008.
- Framboð og kosning fara fram, kosið er til eins árs.
- Allir foreldrar hafa kosningarétt og kjörgengi.
Hlutverk foreldraráðs er að:
Gefa umsagnir til leikskólans um :
- skólanámskrá
- starfsáætlun
- aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans
Fræðsluráð verður að samþykkja skólanámskrá og starfsáætlun. Til að hægt sé að leggja þær fyrir ráðið þarf umsögn foreldraráðs að liggja fyrir.
Fylgjast með :
- framkvæmd skólanámskrár
- framkvæmd annarra áætlana innan leikskólans
- að skólanámskrá, starfsáætlun og aðrar áætlanir leikskólans séu kynntar fyrir foreldrum.
Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar breytingar á leikskólastarfinu.
Foreldraráð fjallar ekki um málefni einstakra barna eða starfsmanna.
Foreldraráð 2022-2023
Guðrún Gunnarsdóttir
Ester Inga Alfreðsdóttir
Dóra Björk Ólafsdóttir