Karellen
news

Föstudagsfréttir

02. 07. 2021

Góðan daginn

Þá er síðasta vikan fyrir sumarfrí liðin undir lok og allir orðnir frekar spenntir fyrir því að komast í smá sumarfrí og vonandi lætur sú gula sjá sig sem mest ;0)

Við höfum mikið verið í því að sulla og sumir sullað yfir sig. Við höfum séð ótrúlega tækni við að sulla til dæmis setjast og leggjast í pollanna og þykir okkur það með ólíkindum hvað gallarnir halda vel miða við taktanna.

Að loknu sumarfríi munum við flest hittast inn á Lundi en nokkrir haldi á vit ævintýra með Sóley og nýjum hóp inn á Hlíð. Í upphafi munum við gefa okkur góðan tíma til að kynnast nýjum kennurum og nýjum börnum enda mikilvægt að byggja upp góð tengsl.

Að lokum viljum við þakka fyrir veturinn og minna á að taka allt með heim og fara vel yfir óskilamuni.

Vonandi eiga allir dásamlegt sumar og hittumst hress og kát í ágúst.

Sumarkveðjur Jóhanna, Sóley, Elva Lísa og Ásdís.

© 2016 - 2023 Karellen