Karellen
news

Fyrsta frétt

19. 08. 2022

Kæru foreldrar!

Þá er fyrstu vikunni okkar saman að ljúka. Aðlögun hefur gengir alveg ótrúlega vel. Börnin eru að verða eðal Holtarar og haust-horið mætt.

Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag voru vanari börnin okkar í smá bómull. u borðuðu hádegismat í salnum með Lindu og fengu svo að hvíla sig með vinum sínum á Lundi. Þetta gerðum við til að varna þeim fá áreiti aðlögunar (þá sérstaklega grát í nýjum börnum). Þegar grátur nýrra barna var bara nær enginn var ákveðið að sameina hópinn og hefur það gengið ljómandi vel.

Við höfum verið að leika í kubbasmiðju, leira og læra inn á deildina okkar. Útiveran er uppáhalds og því var það ansi skrítið þegar veðrið truflaði rútínuna á miðvikudaginn.

Við sem kennarahópur erum að slípa okkur saman. Sirrý og Gabý (Sigrún) hafa sýnt mikla aðlögunarhæfni og það er næstum eins og þær hafi alltaf verið á Holti.

Okkur hlakkar mikið til að njóta vetrarins með ykkur og fá að fylgjast með börnunum þroskast og vaxa. Hópurinn er svo flottur að við sjáum fyrir okkur að hópastarfið getur byrjað mun fyrr en við gerðum ráð fyrir og munum við segja betur frá því á næstu vikum.

Eigið yndislega helgi

Þar til næst, kveðja

LautarKonur

© 2016 - 2023 Karellen