Sæl öll
Seinustu vikur hafa liðið hratt hjá okkur á Laut. Ella kónguló er búin að vera dugleg að koma í heimsókn til okkar og við erum að læra nýtt kóngulóar lag. Þar er sama laglína og “Kalli Litli Kónguló” en textinn er svona:
Kalli litli könguló klifraði´ upp í rúm
Það er komin nótt og allt er orðið hljótt.
Mamma kemur inn og býður góða nótt,
Þá kalli litli könguló sofnar vært og rótt.
Söngstundin á miðvikudaginn slóg í gegn og fengu börnin á Laut að koma með óskalag sem var Dúkkan hennar Dóru. Söngstundir á Holti eru á fimmtudögum kl. 9:20 og þá hittast börnin í leikskólanum í salnum og syngja saman.
Í vikunni byrjaði ný stúlka hjá okkur og við viljum bjóða hana hjartanlega velkomna. Nýju deildirnar Mói og Þúfa verða ekki opnaðar fyrr en 12. September og því búum við enn svo vel að hafa fullt af skemmtilegum kennurum með okkur inn á deild. Hún Marta, kennari- sem var að byrja á Holti og verður inni á Þúfu, hefur líka bæst í hópinn til að læra á menninguna hjá okkur.
Minni á að veðrið hér á Íslandi getur verið ansi napurt. Það vantar aðeins í útifötin sums staðar... það er voða gott að hafa tvenn pör af vettlingum og hlýja peysu undir pollagallann.
Annars þökkum við bara fyrir frábæra viku og eigið öll yndislega helgi.
með bestu kveðju
Lautarkonur