Karellen
news

Lautarfréttir

16. 09. 2022

Sæl öll,

Vikurnar líða og það er alltaf fjör inni á Laut. Við höfum verið heppin með veður og elskum að vera úti. Við erum að æfa okkur í því að vera sjálfstæð þegar við erum að klæða okkur úr og það má sko alveg taka þátt í því með okkur. Nú finnum við að það er aðeins farið að kólna, sérstaklega á morgnanna þegar við erum að fara út. Það má því fara að huga að kuldagalla og jafnvel einhverskonar buxum sem hægt er að nota samhliða úlpu.

Nú erum við að verða ansi góð í því að vera saman í samverustund, þó það sé stundum pínu bras að sitja kyrr. Í seinustu viku las ég (Lára) Grísina þrjá og nýtti til þess loðtöflusögu. Þessa vikuna las Ingibjörg Erla bókina um Birnina þrjá og svo í dag notaði hún brúður til að leika söguna. Þetta finnst börnunum ótrúlega spennandi og endurtekningin er gulls ígildi. Við erum þá sem sagt að lesa sömu bókina flesta daga en breytum aðeins framsetningunni.

Á miðvikudaginn byrjuðu börnin okkar sem eru fædd 2019 í tónlist undir stjórn Geirþrúðar tónlistarkennara. Það er venjan að börn á Holti fari í tónlist til Geirþrúðar 3 ár af leikskólagöngunni. Börnin okkar voru til fyrirmyndar og mjög áhugasöm.
Hljóðfæri og tónlist verður að sjálfsögðu í boði fyrir yngri hópinn líka í hópastarfinu okkar í vetur.

Mig langar að mynna ykkur á að næstkomandi föstudag (23.september) er starfsdagur í leikskólanum. Hann er þá lokaður allan daginn.

Sjáumst eldhress á mánudaginn, eigið góða helgi
kveðja

Lautarkonur

© 2016 - 2023 Karellen